1. fundur
fjárlaganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 08:36


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:36
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:36
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 08:36
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:36
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:36
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:36
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:36
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:36

HHG var fjarverandi vegna veikinda. GÞÞ var fjarverandi vegna orlofs.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Kynning á starfi fjárlaganefndar Kl. 08:36
Nefndaritarar kynntu starfsemi fjárlaganefndar Alþingis.

2) Önnur mál fjárlaganefndar á 142. þingi Kl. 10:15
Samþykkt var að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði áheyrnarfulltrúi Pírata á fundum fjárlaganefndar.
Samþykkt að óska eftir veikleikamati fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fjárlögum 2013.
Samþykkt að óska eftir kynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti um lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:41